Einingahús
3XT býður upp á einingahús úr timbri, framleidd í Litháen og aðalmarkaðssvæði þeirra er í þýskalandi og á norðurlöndunum.
í þessi einingahús eru notaðir gluggar sem eru framleiddir sérstaklega fyrir 3xT í Litháen.
Afgreiðslutími húsa getur verið misjafn eftir álagi á verksmiðjuna, aðföngum í verksmiðju, stærð og gerð hússins og þetta þarf að skoða í samhengi hverju sinni til að fá raunsætt mat á afhendingu.
Ferlið :
Húsið er teiknað af íslenskum hönnuði, samræmt við moduleframleiðslu og verð fundið miðað við þær teikningar.
3xT Aps getur aðstoðað kaupendur við að koma á samningi við hönnuði sé þess þörf.
Húsið er framleitt í verksmiðju samkvæmt þeim teikningum og sent til kaupanda.
Mikilvægt er að rýna teikningar vel fyrir pöntun svo að ekki komi til tafa á byggingarstað.
3xT bíður uppá þjónustu byggingarstjóra í framleiðsluferlinu og því fylgja allar áfangúttektir ásamt ljósmyndum með þegar húsið kemur til Íslands og því tryggt að það standist allar kröfur á Íslandi, td slagregnsprófun glugga, lagnaefni, sem og önnur byggingarefni.
Starfsmenn 3xT fara á framleiðslustað án fyrirvara amk 1 sinni í mánuði eða í hverju framleiðsluferli.
Framleiðandi getur oftast boðið upp á uppsetningu og frágang á verkstað, slíkt þarf að semja um tímanlega í ferlinu.
3xT Aps getur svo aðstoðað kaupendur við að koma á samningi við byggingarstjóra.