top of page

Saunahús

Saunahúsin frá 3xT eru í sama stíl og pottarnir okkar, bæði í lit og áferð.

Saunahúsin eru svört, smíðuð úr hitameðhöndlaðri furu sem tryggir bestu mögulegu endingu og gæði.

Hvert saunahús er sérsmíðað í verksmiðjunni og sett saman til prufu, áður en það fer til kaupandans,

hægt er að velja um hvort að kaupandi fái þau afhent ósamsett eða samsett.

Í saunahúsunum er hægt að gera ýmsar breytingar.

Gaflar húsanna geta verið í ýmsum útfærslum, hurðir úr gleri eða timbri.

Gler í öllum gaflinum/hálfum eða lokað.

Hægt að bæta við infrarauðum hitagjafa.
Velja á milli þess að hafa sturtu eða wc og skerða ekki rýmin.
Einnig er hægt að minnka slökunarrýmið og hafa þá bæði wc og sturtu ( Donnatello Maxi )

Nokkrir möguleikar í hiturum, rafmagn -viðarkynding

Hægt er að fá lýsingu í húsin eftir óskum kaupanda.
 

3xT leggur áherslu á persónulega þjónustu við viðskiptavini, fjölbreyttar lausnir í útfærslu á saunahúsunum okkar og finnum þá lausn sem hentar viðskiptavinum okkar hverju sinni.  

Meðan nýja síðan okkar er í vinnslu þá biðjum við ykkur að hafa þolinmæði og nota ykkur að hafa samband með fyrirspurnir. 

3XT mælir alltaf með því að láta fagmenn tengja og ganga frá pottum og saunhúsum. 

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband með tölvupósti á 3xt@3xt.dk eða smella hér.

bottom of page